Við myndum viljum ráða hundrað forritara á Íslandi,“ segir Sveinn Akerlie, framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá WOW air. Núna starfa um fjörutíu forritarar hjá fyrirtækinu. „Við erum mjög opin fyrir því hvaðan gott fólk kemur og í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að vera með sambland af íslenskum og erlendum forriturum.“ segir Sveinn, meðvitaður um að það er enginn hægðarleikur að töfra fram hundrað forritara á einu bretti.
„Fyrir tveimur árum gerðum við breytingar innanhúss þannig að upplýsingatæknideildin verður að WOW Labs. Það sem við erum að reyna að gera er að búa til flugfélag á sjálfstýringu (e. airline on autopilot). Þannig viljum við að starfsfólkið okkar grípi inn í þegar það verða frávik en sé ekki föst óþarfa verkefnum sem tækni getur leyst,“ segir Sveinn.
Annað markmið félagsins er að bæta notendaviðmótið á vef WOW air, sem Sveinn segir vera stærstu verslun á Íslandi. „Stærsta hlutfallið af því sem er keypt hjá okkur fer í gegnum vef félagsins. Þar er það mikil umferð að þú getur boðið einhverja nýja þjónustu eða breytt einhverju örlitlu í bókunarvélinni og það getur bæði gert upplifun farþegans miklu betri og líka aukið tekjur félagins.“
Þriðja markmið upplýsingatækniuppgripsins hjá WOW er að bæta heildarupplifun farþeganna. „Sem farþegi upplifir maður alltaf ótrúlega mikinn núning. Það er hægt að gera mjög mikið með tækni til að gera þetta allt miklu betra,“ segir Sveinn.
Hagkvæmnin kemur úr tölvunum
„Núna eru átján forritarar hjá Wow Labs og við höfum til dæmis smíðað bókunarvélina alveg frá grunni. Nú þarf að taka næsta skref og það er augljóst að það er á sviði upplýsingatækni. Þannig getum við náð samkeppnisforskoti. Við erum að lækka flugmiðaverð mjög mikið og það er stefnan að borga fólki fyrir að fljúga með okkur,“ segir Sveinn, sem er hugsun sem Skúli Mogensen, eigandi WOW air, hefur talað um þar sem markmiðið er að aðrar tekjur en tekjur af flugmiðum standi undir rekstri félagins.
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir
Tölublöð
, aðrir geta skráð sig í
áskrift hér
. Meðal annars efnis í blaðinu er:
-
Kampavínssala komin í fyrra horf
-
Raforkukostnaður Norðuráls hækkaði um 2 milljarða í fyrra
-
Heildarkröfur í þrotabú United Silicon nema 23 milljörðum
-
Ójafnvægi á íbúðamarkaði fer minnkandi
-
Umfjöllun um skráningu Heimavalla í Kauphöllina
-
Ítarlegt viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
-
Nýsköpunarfyrirtækið SAReye
-
Viðtal við Mörtu Guðrúnu Blöndal, nýjan yfirlögfræðing ORF Líftækni
-
Óðinn er á sínum stað og fjallar um vald og áhættuna af samþjöppun þess
-
Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar kosningar í aðsigi
- Veglegt blað um orkumál fylgir Viðskiptablaðinu þessa vikuna