Kínverski bílaframleiðandinn Xpeng Motors og Volkswagen hafa tilkynnt samstarfsverkefni um að auka samvinnu þeirra með því að byggja fleiri hleðslustöðvar fyrir rafbíla víðs vegar um Kína.
Reuters segir að fyrirtækin hafi þegar undirritað viljayfirlýsingu um að auka hleðslukerfi fyrir viðskiptavini beggja fyrirtækja. Hleðslustöðvarnar verða hátt í 20 þúsund talsins og verður þeim komið fyrir í 420 kínverskum borgum.
Xpeng og Volkswagen fóru fyrst í samstarf árið 2023 þegar Volkswagen keypti 4,99% hlut í Xpeng fyrir 700 milljónir dala. Hugmyndin var þá að framleiða sameiginlegan rafbíl um vörumerki Volkswagen fyrir 2026.
Volkswagen sagði síðar að það hefði þróað nýjan hugbúnað fyrir rafbíla í samstarfi við Xpeng með það markmið að bjóða upp á ódýrari rafbíla í Kína.