Mókollur ehf., móðurfélag Eyktar, Íþöku, Steypustöðvarinnar og fleiri félaga, hagnaðist um 3,2 milljarða króna í fyrra.

Hagnaður jókst um 87 milljónir frá fyrra ári. Tekjur námu 24,3 milljörðum og drógust saman um 4,5 milljarða.

Stjórn félagsins leggur til 50 milljóna arðgreiðslu á þessu ári en í fyrra voru greiddar út 100 milljónir í arð.

Lykiltölur / Mókollur ehf.

2023 2022
Tekjur 24.312  28.809
Eignir 70.559 59.536
Eigið fé 20.419  17.381
Afkoma 3.226  3.139
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.