Auglýsendur á heimsvísu munu eyða rúmlega þúsund milljörðum dala í auglýsingakostnað á þessu ári. Þetta kemur fram í spá alþjóðlega fjárfestingarfélagsins GroupM sem fjárfestir í fjölmiðlarekstri.
Fyrri spá félagsins, frá því í júní, gerði ráð fyrir að auglýsingakostnaður alls auglýsingaiðnaðarins myndi ekki rjúfa þúsund milljarða dala múrinn fyrr en á næsta ári. Spáin á undan þeirri spá gerði ráð fyrir að útgjöldin myndu nema þúsund milljörðum dala árið 2026.
Nýja spáin gerir ráð fyrir að auglýsingatekjur á heimsvísu muni aukast um 9,5% á árinu 2024, en í fyrri spá var reiknað með 7,8% vexti, þar sem helstu auglýsingasalar, þar á meðal Google, Meta Platforms, ByteDance og Amazon.com, hafa fundið fyrir verulegum vexti.
Það myndi þýða að auglýsingaútgjöld jukust hraðar en árið 2023, þegar þær jukust um 8,4%.