Gjaldþrota­skiptum Mat bar ehf., sem rak sam­nefndan veitingastað í Reykja­vík, er lokið og var 157,7 milljónum lýst í búið.

Sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins heldur þó rekstur sam­nefnds veitingastaðar við Hverfis­götu áfram en annað félag hefur tekið yfir reksturinn.

Sam­kvæmt lög­birtinga­blaði voru engar eignir í búinu og fengu kröfu­hafar enga greiðslu upp í lýstar kröfur.

Meiri­hluta­eig­andi í Mat bar ehf. var félagið Nicy Spi­cy ehf. en endan­legir eig­endur þess eru meðal annars Eggert Gísla­son Þor­steins­son, Hrafn­kell Sigríðar­son og Egill Pietro Gísla­son.

Egill Pietro Gísla­son er þekktur veitinga­maður í Reykja­vík en hann hefur einnig komið að rekstri Dragon Dimsum og taco-staðarins MB Taqu­eria.

Þá átti félagið Up­town ehf. um 30% hlut í félaginu en endan­legur eig­andi þess er Þórir Jóhanns­son, sem átti meðal annars skemmtistaðinn Kíki á árunum 2014 til 2024.

Þórir hefur um ára­bil verið tengdur veitinga­rekstri með einum eða öðrum hætti - m.a. á Sólon Bistro, Mat­bar á Hverfis­götu, Dragon Dim Sum, Kiki QB, Menam á Sel­fossi, Risinu í Mat­höllinni á Sel­fossi og fleiri stöðum.

Minni­hluta­eig­endur í félaginu var meðal annars BNB Consulting, sem er í eigu Bern­harðs Boga­sonar.

Eignar­halds­félagið Eitt Hótel ehf., átti síðan um 8% hlut í Mat bar en félagið er í jafnri eigu við­skipta­félaganna Fannars Ólafs­sonar og Andra Gunnars­sonar.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi Mat bar frá árinu 2022 námu tekjur félagsins 209 milljónum króna en tap í rekstrinum nam 24 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 33 milljónir og var eigin­fjár­hlut­fall -59%.