Sjóður í stýringu hjá CVC Capital Partners hefur náð samkomulag um fjárfestingu að fjárhæð 150 milljónir dala, eða sem nemur 21 milljarði króna, í WTA tennismótaröð kvenna.
Samkomulagið felur í sér að stofnað verður sérstakt félag utan um sýningarrétt og markaðsstarfsemi sem verður í eigu WTA, Alþjóðatennissambands kvenna, og 20% eigu CVC.
WTA ber áfram fulla ábyrgð á öllu sem viðkemur reglum og stefnumótun á íþrótthliðinni. Með samstarfinu er horft til þess að bæta aðgengi að íþróttinni og gera aðdáendum kleift að fylgjast betur með uppáhaldsleikmönnum sínum.
CVC hefur áður fjárfest í sýningarréttum í íþróttum á borð við rúgbý, fótbolta á Spáni og blaki.
Í umfjöllun Bloomberg segir að tekjur WTA hefi dregist saman eftir að mótaröðin tók ákvörðun um að banna tímabundið mótahald í Kína eftir að Hvíta húsið, Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og fleiri kölluðu eftir því í árslok 2021 að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að tenniskonan Peng Shuai væri örugg eftir að hún sakaði fyrrum varaforseta Kína um nauðgun.