Skiptum á búi 1910 ehf., áður VÖK Wa­ters ehf., lauk í desem­ber­mánuði og var 212 milljón króna kröfum lýst í búið.

Sam­kvæmt út­hlutunar­gerð voru allar for­gang­skröfur að fjár­hæð 140 þúsund krónur samþykktar í búið en al­mennar kröfur námu 212 milljónum.

Skipta­stjóri búsins tók enga af­stöðu til al­mennra krafna og eftir­stæðra krafna og kom ekkert til út­hlutunar upp í for­gangs- eða al­mennar kröfur.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi félagsins frá árinu 2022 hagnaðist 1910 ehf. um 18,1 milljón. Eignir voru bók­færðar á 31,5 milljónir og skuldir um 31,8 milljónir.

Félagið var al­farið í eigu Al­freðs Páls­sonar sem hefur mikla reynslu af drykkjar­vöru­fram­leiðslu hér­lendis.

Hann stofnaði m.a. Vol­canic Drin­ks árið 2010 með Ragnari Tryggva­syni en félagið fram­leiðir ís­lenskt gin, vodka og viskí.

Al­freð var einnig um tíma með­eig­andi að Icelandic Mountain Spi­rits en til­gangur félagsins var að fram­leiða sterkt áfengi úr ís­lensku vatni.

Hafþór Júlíus Björns­son, kraft­lyftinga­maður og leikari, var tals­maður fyrir­tækisins og lék lykil­hlut­verk í markaðs­setningu á Vodka félagsins.

Hafþór keypti hlut Al­freðs í fyrir­tækinu í febrúar 2022.

Icelandic Mountain Spi­rits var tekið til gjaldþrota­skipta í júní 2023.

Leiðrétting:

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að forgangskröfur sem voru samþykktar í búið næmu 140 milljónum en rétt er að þær voru 140 þúsund krónur.