Hlutabréfaverð Íslandsbanka hefur hækkað um 0,4% í tæplega 900 viðskiptum sem nema samtals yfir 4 milljörðum króna frá opnun Kauphallarinnar í dag.
Gengi Íslandsbanka stendur nú í 119,5 krónum og er 12,1% yfir 106,56 króna útboðsgenginu í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum í síðustu viku.
Þeir 31 þúsund einstaklingar sem tóku þátt í tilboðsbók A í útboðinu fengu afhenta hluti í Íslandsbanka í gær og í dag. Gera má ráð fyrir að hópur einstaklinga sé á söluhliðinni.
Velta með hlutabréf Íslandsbanka námu 10 milljörðum króna í gær en þar af var úthlutun í tilboðsbók B að fjárhæð 3,7 milljarðar króna.
Arion og Kvika hækkað mest í dag
Auk Íslandsbanka hafa hlutabréf Kviku og Arion hækkað í dag. Hlutabréf Kviku banka hafahækkað mest af félögum Kauphallarinnar eða um 2,2% í yfir 700 milljóna viðskiptum. Gengi Kviku stendur nú í 15,1 krónu og hefur nú hækkað um 13,5% á einum mánuði.
Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um 1,1% í yfir 300 milljóna veltu og stendur nú í 174 krónum á hlut. Gengi Arion hefur sömuleiðis hækkað um 13% á einum mánuði.