Öryggismiðstöð Íslands hagnaðist um 562 milljónir króna árið 2023, sem er 183 milljónum króna meiri hagnaður en árið 2022. Rekstrartekjur námu rúmlega 9,3 milljörðum króna og jukust um 22%.

326 milljónir króna voru greiddar út í arð til hluthafa árið 2023 vegna rekstrarársins 2022, og 450 milljónir króna árið áður. Stjórn félagsins lagði til allt að 650 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023.

Framtakssjóðurinn VEX I, í stýringu VEX ehf., náði samkomulagi árið 2023 um kaup á um 45% hlutafjár í Öryggismiðstöðinni. Ragnar Þór Jónsson er forstjóri félagsins.

Öryggismiðstöð Íslands

2023 2022
Rekstrartekjur 9.303 7.637
Eignir 3.053 2.436
Eigið fé 1.552 1.315
Hagnaður 562 380
Lykiltölur í milljónum króna.