Skipulögð glæpasamtök í Bretlandi hafa tekið upp á því að nota yfirgefnar verslanir og krár í miðborgum landsins til að rækta kannabis. Samkvæmt BBC hefur lögreglan rekist á slíka starfsemi í gömlum skoskum leikfangabúðum og meira að segja í gömlum banka.

Yfirgefnir veitingastaðir, kaffihús, næturklúbbar, bingósalir og skrifstofubyggingar hafa einnig verið notaðar fyrir slíka garðyrkju. Í Newport í Wales notuðu nokkrir glæpamenn meðal annars yfirgefna stórverslun til að rækta 3.000 kannabisplöntur.

Skipulögð glæpasamtök í Bretlandi hafa tekið upp á því að nota yfirgefnar verslanir og krár í miðborgum landsins til að rækta kannabis. Samkvæmt BBC hefur lögreglan rekist á slíka starfsemi í gömlum skoskum leikfangabúðum og meira að segja í gömlum banka.

Yfirgefnir veitingastaðir, kaffihús, næturklúbbar, bingósalir og skrifstofubyggingar hafa einnig verið notaðar fyrir slíka garðyrkju. Í Newport í Wales notuðu nokkrir glæpamenn meðal annars yfirgefna stórverslun til að rækta 3.000 kannabisplöntur.

Þá hafa fasteignasalar og aðrir iðnaðarmenn verið varaðir við því að þeir standi frammi fyrir ákæru ef þeir skyldu hjálpa glæpagengjunum að breyta byggingunum í kannabisbú.

Richard Lewis, yfirlögregluþjónn bresku lögreglunnar í fíkniefnamálum, segir að hnignun margra hverfa á undanförnum árum hafi skapað mikil tækifæri fyrir glæpamenn. Hann bætir við að skortur á fótgangandi fólki meðfram húsunum þýði einnig að glæpastarfsemin geti farið fyrir huldu höfði.

Á síðasta ári framkvæmdi lögreglan í Bretlandi tæplega 1.000 handtökur. Aðgerðirnar gætu þó reynst dropi í hafið þar sem ein greining sýnir að sjötta hver verslun í Wales er tóm.