Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður rannsókn vegna kæru Vítalíu Lazareva á hendur Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni.

Hreggviður Jónsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar staðfestir hann að héraðssaksóknari hefur hætt rannsókninni.

Í yfirlýsingunni segir :

Ég get staðfest að héraðssak­sókn­ari hef­ur tekið ákvörðun um að hætta rann­sókn vegna kæru Vitaliu Lazarevu á hend­ur mér. 

Sú niðurstaða kem­ur mér ekki á óvart enda hef ég frá upp­hafi sagt að ég hafi ekki gerst brot­leg­ur við lög. Ég mun ætíð sjá eft­ir því að hafa ekki stigið út úr um­rædd­um aðstæðum en líkt og fram hef­ur komið þá var frum­kvæðið þeirra tveggja, Arn­ars Grants og Vitaliu. 

At­b­urðarás síðustu mánaða hef­ur verið erfið og á köfl­um fjar­stæðukennd. Af­leiðing­arn­ar af þessu máli hafa verið mikl­ar, ekki síður fyr­ir þau sjálf, en einnig marga aðra. Þetta mál hef­ur tekið mikið á mig og fjöl­skyldu mína og það er því létt­ir að því sé lokið.