Hluthafar í danska bankanum Spar Nord hafa til 19. febrúar til að svara valfrjálsu yfirtökutilboði danska bankans Nykredit í allt hlutafé félagsins.
Samkvæmt tilboðsyfirliti sem birtist í dönsku Kauphöllinni í dag er Nykredit að bjóða 210 danskar krónur á hlut, eða um 4108 íslenskar krónur.
Heildarkaupverðið er 24,7 milljarðar danskra króna eða tæpælega 483 milljarðar íslenskra króna sem er um 49% hærra en markaðsvirði Spar Nord var áður en greint var frá yfirtökunni í desember.
Stjórn Spar Nord hefur lagt til við hluthafa að samþykkja tilboðið en Nykredit er fjórði stærsti banki Danmerkur og Spar Nord sá sjötti stærsti.
Samkvæmt Børsen yrði sameinaði bankinn þriðji stærsti banki Danmerkur en eftir samrunann verður til stofnað eitt sameiginlegt félag sem mun halda utan um rekstur beggja bankanna.
„Það er mikil samlegð með Spar Nord og Nykredit. Við hörfum sameiginleg gildi og kjarnastarfsemi sem mun auka stöðu okkar á markaðinum,“ sagði Merete Eldrup stjórnarformaður Nykredit þegar tilboðið var lagt fram.
Eiga um 29% í bankanum nú þegar
Nykredit átti um 19,6% hlut í Spar Nord þegar tilboðið var lagt fram í desember en bankinn hefur bætt við sig hlutum síðustu daga og á nú um 28,73% hlut.
Stærsti hluthafi bankans Spar Nord Foundation, sem á um 20,3% hlut, hefur nú þegar samþykkt tilboð Nykredit.