Samkvæmt viðskiptablaði The Guardian mun yfirvofandi viðskiptastríð Bandaríkjanna gagnvart helstu viðskiptalöndum veikja evruna enn frekar.
Evran fór í 1,04 Bandaríkjadali á föstudaginn og hafði hún þá ekki verið veikari gagnvart dal í næstum tvö ár.
Gjaldmiðillinn tók högg á föstudaginn eftir að greint var að viðskipti á evrusvæðinu væru að dragast saman. Samdráttur á evrusvæðinu væri að aukast hratt þar sem bæði Þýskaland og Frakkland væru að glíma við töluverðan samdrátt.
Ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af loforðum sínum um háa tolla á Evrópusambandslöndin gæti það þýtt að evran muni veikjast enn meira á næstu árum.
Samkvæmt greiningardeild ABN Amro mun viðskiptastríðið leiða til þess að vaxtalækkunarferli Evrópska seðlabankans muni hraðast og á meðan það mun hægjast á vaxtalækkunarferlinu í Bandaríkjunum.
„Þetta mun valda því að ein evra verður að einum dal strax á næsta ári,“ segir í greiningu bankans.
Á síðustu þremur mánuðum hefur íslenska krónan styrkt sig um 5,1% gagnvart evru. Evra hefur farið úr tæplega 153 krónum í 145 krónur á tímabilinu.