Borgarstjórn Hong Kong setti í gang herferð fyrr í þessum mánuði til að reyna að laga ímynd borgarinnar fyrir ferðamenn.

Hong Kong hefur átt í erfiðleikum með að endurreisa ferðamannaiðnaðinn eftir heimsfaraldur og vill sérstaklega leysa einn vanda sem tengist orðspori borgarinnar um dónaskap.

Borgarstjórn Hong Kong setti í gang herferð fyrr í þessum mánuði til að reyna að laga ímynd borgarinnar fyrir ferðamenn.

Hong Kong hefur átt í erfiðleikum með að endurreisa ferðamannaiðnaðinn eftir heimsfaraldur og vill sérstaklega leysa einn vanda sem tengist orðspori borgarinnar um dónaskap.

Kevin Yeung, menningar-, íþrótta- og ferðamálaráðherra Hong Kong, segir í viðtali við Time að svartir sauðir í borginni séu að skemma ímynd Hong Kong. Hann segir að ferðamenn hafi kvartað undan þjónustu á veitingastöðum og dónalegum leigubílstjórum.

Herferðin felur meðal annars í sér námskeið sem kenna nemendum kurteisi og samfélagsverkefni til að hvetja til vinsemdar og hugsanleg verðlaun fyrir góðan árangur. Ráðherrann bætir við að myndbönd muni fara í dreifingu þar sem íbúar eru hvattir til að leggja sig fram við að kynna gestrisni borgarinnar og bjóða sig fram í gestamiðstöðvum.

„Ég bið ykkur öll um að taka þátt í að auka upplifun gesta. Við ættum að vera kurteisari, við ættum að vera hjálpsamari, við ættum að brosa meira, við ættum að gera meira til að kynna gestrisni Hong Kong svo að Hong Kong verði vel þekktur staður þar sem gestir eru velkomnir,“ segir John Lee, ríkisstjóri Hong Kong.