Borgaryfirvöld í Shanghai hafa leyft notkun ómannaðra leigubíla sem hluta af áætlun til að taka forystu í sjálfvirkum akstri.

Ákvörðunin var tekin um helgina og geta nú íbúar borgarinnar bókað ókeypis ferðir í gegnum fjögur mismunandi fyrirtæki: Baidu, SAIC Motor og frumkvöðlafyrirtækin Pony.ai og Auto X.

Borgaryfirvöld í Shanghai hafa leyft notkun ómannaðra leigubíla sem hluta af áætlun til að taka forystu í sjálfvirkum akstri.

Ákvörðunin var tekin um helgina og geta nú íbúar borgarinnar bókað ókeypis ferðir í gegnum fjögur mismunandi fyrirtæki: Baidu, SAIC Motor og frumkvöðlafyrirtækin Pony.ai og Auto X.

Fyrirtækin hafa samþykkt að bjóða upp á þessa þjónustu til 4. janúar sem hluti af tilraunaverkefni á rúmlega 250 kílómetra svæði í Pudong-hverfi Shanghai.

Þrjár aðrar kínverskar stórborgir, Peking, Shenzhen og Guangzhou hafa öll innleitt ómannaða leigubíla og hafa sumar þeirra byrjað að rukka fyrir fargjöldin.

„Það gæti tekið lengri tíma að sjá umfangsmikla markaðssetningu í þessari tækni, en samþykki frá borgaryfirvöldum er mikilvægt skref í að veita þessum fyrirtækjum aðgang til að prófa tækni þeirra og fá aðgang að vegagögnum,“ segir Angus Chan, bílasérfræðingur hjá Bocom International.