Mari­e Tullin, sér­stakur sak­sóknari í Dan­mörku, fer fram á að héraðs­dómur Glostrup dæmi breska við­skipta­manninn Sanjay Shah í að minnsta kosti 12 ára fangelsi fyrir víð­tæk fjár- og skatta­svik.

Tullin krefst þess einnig að Shah verði vísað varan­lega úr landi og eignir hans að verð­mæti 1,2 milljarða danskra króna verði gerðar upp­tækar. Sam­svarar það um 24,4 milljörðum ís­lenskra króna.

Mari­e Tullin, sér­stakur sak­sóknari í Dan­mörku, fer fram á að héraðs­dómur Glostrup dæmi breska við­skipta­manninn Sanjay Shah í að minnsta kosti 12 ára fangelsi fyrir víð­tæk fjár- og skatta­svik.

Tullin krefst þess einnig að Shah verði vísað varan­lega úr landi og eignir hans að verð­mæti 1,2 milljarða danskra króna verði gerðar upp­tækar. Sam­svarar það um 24,4 milljörðum ís­lenskra króna.

„Shah er sekur um fjár­svik og til­raunir til fjár­svika. Hann skipu­lagði þetta allt, út­bjó öll gögnin og villti fyrir að skatta­yfir­völdum,“ sagði Tullin við mál­flutning í Glostrup í dag.

„Hann verður að fá þyngsta efna­hags­brota­dóm í sögu Dan­merkur,“ bætti hún við.

Sam­kvæmt Børsen fékk dönsk-rúss­neska konan Irene Ellert þyngsta efna­hags­brota­dóm í sögunni fyrr á árinu er hún var dæmd í níu ára fangelsi fyrir peninga­þvætti. Ellert tókst að þvo um 26 milljarða danskra króna í gegnum danskt sam­lags­fé­lag með reikninga í eist­neska úti­búi Danske Bank.

Shah er gefið að sök að hafa verið höfuð­paurinn að baki fjár­svika sem fjár­mála­fyrir­tækið Solo Capi­tal stundaði en hann stofnaði fyrir­tækið árið 2009.

Hægri hönd Shah, breski verð­bréfa­miðlarinn Mark Patter­son, var dæmdur í átta ára fangelsi í mars á þessu ári fyrir þátt­töku sína í svikunum.

„Shah var aðal­maðurinn í þessu öllu. Öll brot voru fram­kvæmd að hans frum­kvæði og var hann endan­legur eig­andi allra fé­laganna. Patter­son kom inn í myndina þegar brotin voru þegar hafin og á meðan hann hagnaðist um 100 milljónir danskra króna hagnaðist Shah um sjö milljarða danskra króna,“ sagði Tullin í héraðs­dómi í dag.

Shah er sakaður um að hafa búið til gervi­við­skipti með fé­lög sem voru skráð í Banda­ríkjunum og Malasíu og litu út fyrir að vera líf­eyris­sjóðir.

Solo Capi­tal lét það líta út eins og „líf­eyris­sjóðirnir“ væru að fjár­festa í Dan­mörku sæktu þeir um skatta­af­slætti í kjöl­farið. Solo Capi­tal sá um við­skiptin og tók síðan 80% þóknun.

Sam­kvæmt á­kærunni á Shah að hafa tekist að fá skatta­endur­greiðslur fyrir um 9 milljarða danskra króna sem sam­svarar um 183 milljörðum ís­lenskra króna.

Við­skiptin áttu sér stað á árunum 2012 til 2015 er skatta­yfir­völdum varð ljóst að þessir svo­kallaðu líf­eyris­sjóðir áttu aldrei neinar eignir eða hluta­bréf í Dan­mörku líkt og fölsuð skjöl sögðu til um.

Shah var handtekinn í Dubaí að beiðni danskra stjórnvalda árið 2022 og framseldur til Danmerkur í desember í fyrra. Shah segist saklaus af öllum ákærum og heldur því fram að hann hafi nýtt sér smugu í dönskum lögum um skattaendurgreiðslur.