Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Zoom tapaði 104,1 milljón dala á fjórða ársfjórðungi, frá nóvember 2022 til janúar 2023.

Til samanburðar hagnaðist félagið um 490,5 milljónir dala á sama fjórðungi árin 2021-2022. Tekjur Zoom jukust hins vegar á milli ára og námu 1,12 milljörðum dala á nýliðnum fjórðungi.

Fyrirtækið hyggst segja upp um 1.300 starfsmönnum á næstu misserum, eða sem nemur 15% af vinnuafli fyrirtækisins.

Gengi bréfa Zoom hefur lækkað um 40% á síðastliðnu ári. Hlutabréfaverð Zoom hefur þó tekið við sér það sem af er ári og hækkað um 9% frá áramótum.