Alls eiga tíu ríkustu Íslendingarnir yfir 700 milljarða króna samkvæmt nýrri úttekt Frjálsrar verslunar sem dreift verður á morgun, fimmtudag. Þá eiga þeir 50 ríkustu Íslendingarnir samanlagt um 1.400 milljarða króna samkvæmt úttektinni.
Björgólfur Thor Björgólfsson er efstur á listanum en þar er einnig að finna þekkta fjárfesta í tækni og nýsköpun, útgerðarfólk, heild- og smásala og verktaka.
Áætlað er að tíu ríkustu einstaklingarnir á listanum eigi hver um sig eigið fé upp á minnst 30 milljarða króna.
Í tímaritinu er eigið fé efnuðustu einstaklinga, hjóna og fjölskylda landsins áætlað en við vinnslu á úttektinni kynnti Frjáls verslun sér fjárhagsstöðu yfir tvö hundruð einstaklinga sem verið hafa áberandi í íslensku athafnalífi.
Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.