Hallur Andrés Baldursson, stjórnarformaður ENNEMM, er launahæstur á lista yfir laun auglýsingafólks í Tekjublaði Frjálsrar verslunar, fimmta árið í röð. Launatekjur hans á síðasta ári námu 4,37 milljónum króna á mánuði miðað við greitt útsvar.
Már Másson, sem gekk síðasta haust til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli, situr í öðru sæti á listanum með 2,83 milljónir króna í mánaðarlaun. Már kom til Athygli frá fasteignasölunni Mikluborg þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri.
Auk Halls og Más voru Huginn Freyr Þorsteinsson, meðeigandi Aton.JL og Gallup, og Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjórn Aton.JL með yfir tvær milljónir króna á mánuði. Huginn Freyr var með 2,63 milljónir og Ingvar 2,41 milljón.
Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins, var meðal tíu efstu með 1,69 milljónir króna í mánaðarlaun.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.