Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, var tekjuhæstur af bankastjórunum fjórum í fyrra. Samkvæmt útsvarsskyldum tekjum Benedikts var hann með ríflega 5,7 milljónir á mánuði árið 2024. Hægt er að kaupa Tekjublað Frjálsrar verslunar í forsölu hér.
Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka, var þá með meiri tekjur en hinir bankastjórarnir, eða tæplega 5,1 milljón á mánuði.
Næst tekjuhæsti bankastjórinn var Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku banka, með tæplega 4,7 milljónir á mánuði. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, var með tæplega 4,5 milljónir á mánuði og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, með rúmlega 4,4 milljónir á mánuði.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.