Bílasala Suðurlands var tekjuhæsta bílasalan með 1,9 milljarða í tekjur í fyrra samanborið við 1,7 milljarða árið 2021 samkvæmt 500 stærstu tölublaði Frjálsrar verslunar. Ecobílar var með næstmestu tekjurnar eða samtals 1,3 milljarða. Átta af níu bílasölum á listanum voru reknar með hagnaði í fyrra en árið 2021 skiluðu allar níu hagnaði.
Vöxtur í tekjum hjá bílasölum hefur verið mjög mikill á síðustu árum en en frá árinu 2019 hefur veltan svo gott sem tvöfaldast. Það eru fáir geirar atvinnulífsins sem hafa vaxið svo mikið á þessum tímabili.
Sé litið til þeirra geira sem fjallað er sérstaklega um í 500 stærstu þá voru það einungis tveir geirar af 30 sem juku tekjur sínar meira en bílasölur en það voru auglýsingastofur og kvikmyndagerð.
Nánar er fjallað um bílasölur í bókinni 500 stærstu sem kom út miðvikudaginn 6. desember. Hægt er að kaupa bókina hér.