Kjeld Kirk Kristiansen, sem er 75 ára og börnin hans þrjú Sofie Kirk (46 ára), Thomas Kirk (44 ára) og Agnete Kirk (39 ára) eiga hvert um sig 6,8 milljarða dollara eða 920 milljarða króna.

Kjeld Kirk Kristiansen, sem er 75 ára og börnin hans þrjú Sofie Kirk (46 ára), Thomas Kirk (44 ára) og Agnete Kirk (39 ára) eiga hvert um sig 6,8 milljarða dollara eða 920 milljarða króna. Skipa þau sér því saman í 2. sætið yfir ríkasta fólk Danmörku og 11. sæti yfir efnuðustu Skandinavana.

Þau eru hvert um sig 353. sæti Forbes-listans yfir auðugasta fólk heims. Kjeld Kirk á stóran þátt í að gera Lego að því stórveldi sem það er í dag því hann var forstjóri þess allt frá arínu 1979 til 2004. Afi hans, Ole Krik Christiansen stofnaði Lego árið 1932.

Af börnum Kjeld kirk tekur Thomas Kirk virkasta þáttinn í rekstri Lego og er í dag stjórnarformaður Lego Group, sem í dag er stærsti leikfangaframleiðandi veraldar.

Lego-fjölskyldan

  • 920 milljarðar króna hver
  • 39 til 75 ára
  • Lego A/S
  • 2. ríkustu í Danmörku

Nánar er fjallað um málið í tímariti Frjálsrar verslunar, sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl. Þar er m.a. fjallað um ríkustu Íslendingana. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.