Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis, var launahæsti stjórnarformaðurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar og fjórði efsti á lista yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu.

Áætlaðar mánaðartekjur hans námu að jafnaði 10,4 milljónum króna í fyrra en hann er einnig stjórnarmaður í fleiri félögum. Var hann til að mynda um tíma stjórnarformaður sameinaðs félags Ís­fé­lags og Ramma í fyrra.

Marinó Örn Tryggvason, stjórnarformaður Gallon, dótturfélags Skeljungs, er þá næstur á lista með tæplega 7,8 milljónir á mánuði. Rétt er þó að taka fram að bróðurpart síðasta árs var Marinó bankastjóri Kviku banka og stór hluti teknanna því líklega þaðan.

Þriðji launahæsti stjórnarformaðurinn var þá Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður og einn eigenda Air Atlanta. Mánaðarlaun hans námu að jafnaði 4,9 milljónum króna.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.