Listar yfir stærstu fyrirtæki landsins hafa verið mörgum hugleikið viðfangsefni í gegnum tíðina. Fyrsti listinn birtist í Frjálsri verslun árið 1973 og var unninn upp úr hagskýrslum um slysatryggðar vinnuvikur fyrir starfsárið 1971. Listinn vakti athygli og 1980 var hann kallaður 100 stærstu eftir veltu og smám saman vatt hann upp á sig. Um aldamótin var listinn orðinn 300 stærstu og hafði lykiltölum úr rekstri fyrirtækja fjölgað nokkuð. Árið 2023 ákvað svo Frjáls verslun að stækka listann í 500 stærstu og er hann þá á pari við Fortune 500 sem vísast er upphaflega fyrirmyndin. Áttunda tölublað Frjálsrar verslunar frá 2004 er upplýsandi um upphaf þessarar vegferðar. Guðmundur Magnússon prófessor sagði tímana hafa breyst mikið frá því að hann tók fyrstu listana saman. Hann sagði til dæmis að erfitt hefði verið að fá upplýsingar um hagnað á þeim tíma: „Þetta var eilífur feluleikur á þessum árum,“ var haft eftir honum. Það sem rak þá Jóhann Briem og Jón Birgir Pétursson áfram var að gera nýja hluti sem hefðu örvandi áhrif á íslenskt atvinnulíf og framlag þeirra til upplýstrar umræðu um atvinnulífið er lofsvert.
Nú, rúmum 50 árum síðar er öldin önnur. Á upplýsingaöld eru ársreikningar fyrirtækja aðgengilegir á vef Skattsins og fyrirtæki selja orðið veflausnir hvar ársreikningaskrá er hagnýtt á ýmsa vegu og reglulega berast ítarlegar viðskiptafréttir um afkomu fyrirtækja. Listinn sjálfur er í þeim skilningi ekki aðalatriðið heldur hvernig unnið er með hann, sem er efni þessa pistils.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði