Ás fasteignasala í Hafnarfirði hagnaðist mest árið 2023. Nam hagnaðurinn 68 milljónum króna, sem er veruleg aukning frá fyrra ári þegar Ás hagnaðist um 19 milljónir króna. Fyrir tveimur árum nam hagnaðurinn 81 milljón. Eigendur fasteignasölunnar eru tveir, Eiríkur Svan Sigfússon og Aron Freyr Eiríksson, hvor með helmingshlut.

Fasteignamarkaðurinn fylgdi fast á eftir með 48 milljóna króna hagnað. Afkoman var einnig góð árið áður, en þá skilaði félagið 34 milljóna hagnaði og árið 2021 var hagnaðurinn 54 milljónir.

Remax er stærsta fasteignasalan á Íslandi og velti hún 905 milljónum króna, sem er 21% samdráttur frá árinu áður. Félagið tapaði einni milljón króna árið 2023.

Lind, næststærsta fasteignasalan, var með 800 milljóna króna veltu en það er 9 milljónum minna en 2022. Árið 2021 nam velta fasteignasölunnar 864 milljónum króna.

Miklaborg, stærsta fasteignasalan 2021 og næststærsta 2022, vermir nú þriðja sætið með 691 milljónar króna veltu, sem er 33% samdráttur frá 2022. Miklaborg hagnaðst um 30 milljónir króna á síðasta ári sem er mikill viðsnúngur frá árinu 2022 þegar tapið nam 208 milljónum. Þess má geta að árið 2021 hagnaðist Miklaborg um 778 milljónir.

Nánar er fjallað um málið í bók Frjálsrar verslunar, 500 stærstu, sem var að koma út. Hægt er að festa kaup á bókinni hér.