Eva Ruza Miljevic, áhrifavaldur og útvarpskona á K100, er tekjuhæst í flokki áhrifavalda Tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Mánaðarlaun hennar voru ríflega 1,5 milljón krónur á mánuði árið 2023. Ári áður voru launin um 100 þúsund krónum hærri.

Í öðru sæti áhrifavaldalistanum er Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class. Að meðaltali var hún með um 1,3 milljónir á mánuði í fyrra, sem er svipað og árið áður. Sunneva Eir Einarsdóttir, áhrifavaldur og stjórnandi hlaðvarpsins Teboðið, er í þriðja sæti listans með tæplega 1,3 milljónir að meðaltali á mánuði.

Auk þessara þriggja voru tveir aðrir áhrifavaldar með tekjur yfir einni milljón króna á mánuði.

Á síðasta ári voru meðallaun þeirra 60 áhrifavalda, sem eru á lista Tekjublaðsins, um 555 þúsund krónur á mánuði.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.