Flugiðnaðurinn tók rækilega við sér á síðasta ári í sömu andrá og ferðaþjónustan, í kjölfar afléttinga á takmörkunum vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í bókinni 300 stærstu, sem var að koma út og hægt er að kaupa hér. Áskrifendur geta nálgast efnið úr bókinni hér.
Icelandair var með mestu veltuna af öllum flugfélögum á síðasta ári. Velta félagsins nam 74,3 milljörðum króna og jókst um 35% milli ára. Hins vegar tapaði félagið 13,3 milljörðum á síðasta ári. Árið 2022 markar enn meiri viðsnúning og hefur félagið skilað hagnaði tvo ársfjórðunga í röð og samtals 1,7 milljarða hagnaði það sem af er ári.
Flugfélagið Atlanta var með næstmestu veltuna í flugþjónustu, en félagið velti 28 milljörðum á síðasta ári og jókst veltan um 14% milli ára.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði