Tekjur MMA bardagamannsins Gunnars Nelson námu að jafnaði 2,4 milljónum króna á síðasta ári og hækkuðu lítillega miðað við árið 2022. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær.
Gunnar er í þriðja sæti lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk og þjálfara landsins en eins og greint var frá í gær trónir aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson á toppi listans fjórða árið í röð.
Kristján Guðmundsson, sem fyrr í sumar lét af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni, var næst tekjuhæstur á lista íþróttafólks og þjálfara. Tekjur Kristjáns námu að jafnaði 3,1 milljón króna á mánuði á síðasta ári.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.