Helgi Jón Harðarson, sölustjóri og meðeigandi Hraunhamars, er efstur á lista yfir tekjur fasteignasala í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hann hækkar úr öðru í fyrsta sætið milli ára.

Tekjur Helga Jóns í fyrra námu að jafnaði 1.999 þúsund krónum á mánuði miðað við greitt útsvar. ‏

Hannes Steindórsson, fasteignasali hjá Lind, lækkar úr fyrsta í annað sætið milli ára. Launatekjur hans á síðasta ári námu að jafnaði 1.844 þúsund krónum á mánuði.

Daði Hafþórsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, situr að þessu sinni í þriðja sætinu. Hann þénaði að meðaltali 1.727 þúsund krónur á mánuði á síðast ári.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.