Hópbílafyrirtækin töpuðu flest miklum fjármunum í Covid-19 faraldrinum. Sum þeirra réttu úr kútnum á síðasta ári á meðan önnur héldu taprekstrinum áfram.

Kynnisferðir er stærsta rútufyrirtæki landsins en eitt móðurfélag er yfir allri starfsemi félagsins. Systurfélögin Almenningsvagnar Kynnisferða ehf. og Hópbifreiðar Kynnisferða ehf. veltu samtals hátt í 5 milljörðum á síðasta ári. Eins og nafn fyrrnefnda félagsins ber með sér þá sinnir það m.a. akstri fyrir Strætó bs. Tekjur almenningsvagna hlutans jukust um 11% frá fyrra ári og námu 2,5 milljörðum króna í fyrra. Velta hópbifreiða hlutans var litlu minni en tekjuaukningin var 156%.

Endurkoma ferðamanna að ferðatakmörkunum vegna heimsfaraldurs loknum er vafalaust það sem helst skýrir þessa miklu veltuaukningu. Systurfélögin voru samtals rekin með 68 milljóna króna tapi, eftir að hafa verið rekin með 15 milljóna króna tapi árið 2021.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 500 stærstu, sem var að koma út. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér og hægt er að kaupa bókina hér.