Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur á lista yfir embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera en hann var með 3,8 milljónir króna á mánuði í fyrra. Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna er næst tekjuhæstur með 2,9 milljónir króna.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er í 17. sæti á listanum með tæplega 2,2 milljónir á mánuði, sem eru sömu laun og Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó hefur. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.
Tíu tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera:
- Hörður Arnarson, forstj. Landsvirkjunar 3,8 milljónir króna
- Gestur Pétursson, fv. frkvstj. Veitna 2,9 milljónir
- Páll Matthíasson, fv. forstj. Landspítala 2,8 milljónir
- Þórsteinn Ragnarsson, fv. forstj. kirkjugarða Rvk. 2,8 milljónir
- Ingvar Stefánsson, fv. frkvstj. fjármála Orkuveitu Rvík 2,8 milljónir
- Sveinbjörn Indriðason, forstj. Isavia 2,8 milljónir
- Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í matvælaráðun. 2,7 milljónir
- Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti 2,7 milljónir
- Tryggvi Gunnarsson, fv. umboðsm. Alþingis 2,6 milljónir
- Sigrún Björk Jakobsdóttir, frkvstj. flugvallasviðs Isavia 2,4 milljónir
Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði