Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur á lista yfir embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera en hann var með 3,8 milljónir króna á mánuði í fyrra. Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna er næst tekjuhæstur með 2,9 milljónir króna.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er í 17. sæti á listanum með tæplega 2,2 milljónir á mánuði, sem eru sömu laun og Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó hefur. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera:

  1. Hörður Arnarson, forstj. Landsvirkjunar 3,8 milljónir króna
  2. Gestur Pétursson, fv. frkvstj. Veitna 2,9 milljónir
  3. Páll Matthíasson, fv. forstj. Landspítala 2,8 milljónir
  4. Þórsteinn Ragnarsson, fv. forstj. kirkjugarða Rvk. 2,8 milljónir
  5. Ingvar Stefánsson, fv. frkvstj. fjármála Orkuveitu Rvík 2,8 milljónir
  6. Sveinbjörn Indriðason, forstj. Isavia 2,8 milljónir
  7. Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í matvælaráðun. 2,7 milljónir
  8. Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti 2,7 milljónir
  9. Tryggvi Gunnarsson, fv. umboðsm. Alþingis 2,6 milljónir
  10. Sigrún Björk Jakobsdóttir, frkvstj. flugvallasviðs Isavia 2,4 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði