Stærstu arkitektastofur landsins högnuðust um 846 milljónir króna árið 2022. Árið 2021 nam hagnaður sömu stofa 661 milljón króna. Veltan stofanna jókst um 24% á árinu 2022 en aukningin nam 21% árið 2021.
Þetta kemur fram í 500 stærstu þar sem fjallað er um afkomu stærstu fyrirtækja á Íslandi eftir veltu og geirum.
Hornsteinar högnuðust mest í hlutfalli af veltu
Hornsteinar arkitektar ehf., sem eru reyndar skráðir í Ísat flokkinn 71121 - starfsemi verkfræðinga, högnuðust mest í hlutfalli af veltu. Nam hagnaðurinn 117 milljónum króna.
Hornsteinar hönnuðu meðal annars Eddu – hús íslenskra fræða. Var reiturinn lengi kallaður Hola íslenskra fræða þar sem framkvæmdir voru stöðvaðar vegna fjárskorts árið 2013. Húsið kostaði 7,5 milljarða króna og er 6.500 fermetrar að stærð. Þetta er því eitt dýrasta hús sem byggt hefur verið undanfarna áratugi.
Nánar er fjallað um arkitekta í bókinni 500 stærstu, sem var að koma út. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér og hægt er að kaupa bókina hér.