Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari, sem starfaði um árabil í bæði skilanefnd og slitastjórn Kaupþings, var launahæsti lögfræðingurinn árið 2022 en mánaðartekjur hans námu um 25,9 milljónum króna.

Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Ástráður Haraldsson, sem var dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þar til hann var skipaður ríkissáttasemjari í síðasta mánuði, var næst launahæstur með 4,7 milljónir króna í mánaðarlaun.

Í þriðja sæti á listanum er Arnaldur Jón Gunnarsson, lögmaður hjá Kaupþingi, með 4,7 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2022 og í fjórða sæti er Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari með 3,6 milljónir. Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Arion banka, var í fimmta sæti með 3,5 milljónir á mánuði.

Af 30 launahæstu lögfræðingunum voru allir með meira en tvær milljónir í mánaðarlaun.

Tíu launahæstu lögfræðingarnir

  1. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, héraðsdómari - 25,9 milljónir króna
  2. Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur - 4,7 milljónir króna
  3. Arnaldur Jón Gunnarsson, hdl. Kaupþingi - 4,4 milljónir króna
  4. Sigurður Tómas Magnússon, hæstaréttardómari - 3,6 milljónir króna
  5. Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Arion banka - 3,5 milljónir króna
  6. Egill Þorvarðarson, yfirlögfræðingur Air Atlanta - 3,3 milljónir króna
  7. Sigurður Guðni Guðjónsson, hrl. eigandi Draupnis - 3,3 milljónir króna
  8. Gestur Jónsson, hrl. Jonsson & Hall - 3,1 milljón króna
  9. Viðar Már Matthíasson, fv. hæstaréttardómari - 2,9 milljónir króna
  10. Helgi Ingólfur Jónsson, fv. hæstaréttardómari - 2,8 milljónir króna

Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði