Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarformaður Stoða er launahæstur í flokki starfsmanna fjármálafyrirtækja. Launatekjur hans námu tæplega 5,9 milljónum króna á mánuði á síðasta ári.
Í öðru sæti á listanum er Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur í verslanir í dag, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.
Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar eru 115 manns í fjármálageiranum með hærri tekjur en 2 milljónir króna á mánuði.
Hér eru þeir tíu tekjuhæstu:
- Jón Sigurðsson, forstj. og stjform. Stoða 5,9 milljónir
- Benedikt Gíslason, bankastj. Arion banka 4,7 milljónir
- Ari Skúlason, sérfr. hagfræðid. hjá Landsb. 4,6 milljónir
- Ingibjörg Arnarsdóttir, frkvstj fjármála- og mannauðs hjá Isavia 4,5 milljónir
- Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, fv. aðstoðarbankastjóri Arion 4,4 milljónir
- Birna Einarsdóttir, bankastj. Íslb. 4,4 milljónir
- Marinó Örn Tryggvason, bankastjóri Kviku 4,2 milljónir
- Páll Harðarson, fjármálastjóri hjá Nasdaq European Markets 4,2 milljónir
- Hannes Frímann Hrólfsson, framkvstj. eignast. Kviku 3,8 milljónir
- Baldur Stefánsson, frkvstj. fyrirtækjaráðg. Kviku 3,8 milljónir
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði