Steinþór Birgisson, kvikmyndagerðarmaður, er launahæstur listamanna. Launatekjur hans á síðasta ári námu 2 milljónum króna á mánuði.

Í öðru sæti listans er rithöfundurinn og lögfræðingurinn Ragnar Jónasson. Hann var með 1,8 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, með 1,7 milljónir króna á mánuði.

30 listamenn eru með yfir eina milljón króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæstu listamennirnir:

  1. Steinþór Birgisson, kvikmyndagerðarmaður - 2 milljónir króna
  2. Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfr. - 1,8 milljónir
  3. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstj. Sinfóníuhlj. Ísl. - 1,7 milljónir
  4. Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur - 1,6 milljónir
  5. Margrét EInarsdóttir, búningahönnuður - 1,6 milljónir
  6. Baltasar K. Baltasarsson, leikstj. - 1,5 milljónir
  7. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustj. Ísl. óperunni - 1,5 milljónir
  8. Þórhallur Sigurðsson, leikari - 1,4 milljónir
  9. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fv. alþ.maður - 1,4 milljónir
  10. Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri - 1,4 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði