Ólafur Darri Ólafsson var tekjuhæsti leikarinn árið 2024 en samkvæmt útsvarsskyldum tekjum var hann með ríflega 2,3 milljónir króna á mánuði.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér og fá það sent heim.

Ólafur Darri sinnti ýmsum verkefnum á árinu en hann fór meðal annars með hlutverk Mr. Drummond í bandarísku þáttaröðinni Severance, sem hefur hlotið mikið lof. Þættirnir eru sýndir á AppleTV+ en Ben Stiller, sem hefur oft unnið með Ólafi Darra, er einn leikstjóra og framleiðandi.

Hannes Þór Halldórsson var launahæsti leikstjórinn árið 2024 en samkvæmt útsvarsskyldum tekjum var hann með ríflega 1,1 milljón á mánuði.

Í heildina voru tíu leikarar með yfir milljón á mánuði í tekjur. Á eftir Ólafi Darra koma Spaugstofumennirnir Örn Árnason með tæplega 1,8 milljónir og Sigurður Sigurjónsson og Pálmi Gestson með rúmlega 1,4 milljónir.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir voru þá með um 1,2 milljónir á mánuði, Hilmar Snær Guðnason og Eggert Þorleifsson voru með ríflega 1,1 milljón á mánuði, og Björn Thors og Ebba Katrín Finnsdóttir með ríflega eina milljón.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.