Óskar Magnússon, fjárfestir og rithöfundur, er launahæsti rithöfundur landsins samkvæmt Tekjublaðinu en Óskar var með 5,5 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra.
Óskar var þannig með meira en þrefalt meiri tekjur en næsti rithöfundur á listanum sem er Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur.
Ragnar var með 1,7 milljón krónur í mánaðarlaun í fyrra en Ragnar gaf meðal annars út bókina Reykjavík- glæpasaga ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á árinu.
Jón Kalmann Stefánsson, sem gaf út bókina Guli kafbáturinn í fyrra, var með 1,375 milljón krónur í mánaðarlaun.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV og rithöfundur, er tekjuhæst meðal kvenna með 1,065 milljón krónur í mánaðarlaun.
Yrsa Sigurðardóttir, Arnaldur Indriðason, Andri Snær Magnason og Auður Jónsdóttir ná ekki inn að lista yfir tíu tekjuhæstu rithöfunda landsins.
Það er þó hægt að finna þau öll á lista yfir þrjátíu tekjuhæstu rithöfunda landsins, sem áskrifendur geta nálgast í hlekknum hér að neðan.
Athygli vekur að Hallgrímur Helgason nær ekki inn á listann yfir 30 tekjuhæstu rithöfunda landsins en hann var með 263 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra.
Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.
Tekjuhæstu rithöfundar landsins í fyrra
- Óskar Magnússon, rithöfundur og fjárfestir 5,549 milljón kr.
- Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfr. 1,736 milljón kr.
- Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur 1,375 milljón kr.
- Jóhann Þórsson, rithöfundur og markaðsstj. Sjóvá 1,323 milljón kr.
- Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur 1,197 milljón kr.
- Jón Karl Helgason, rithöfundur – 1,181 milljón kr.
- Huldar Breiðfjörð, rithöfundur og textagerðarm. - 1,094 milljón kr.
- Guðmundur Magnússon, rithöfundur 1,076 milljón kr.
- Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV og rithöfundur 1,065 milljón kr.
- Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður 962 þúsund kr.
Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021, sem greiddur var árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði