Fjárfestarnir Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson, hafa verið nefndir „vinstri og hægri“ hendur Björgólfs Thors Björgólfssonar sem meðeigendur hjá fjárfestingafélaginu Novator. Þeir eru meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar.
Andri lét hins vegar af störfum hjá Novator sumarið 2021 þó hann sé enn meðfjárfestir í ákveðnum verkefnum. Síðan hefur Andri meðal annars fjárfest í flugfélaginu Play og tryggingafélaginu Verna.
Hér á landi eiga Andri og Birgir Már saman fjárfestingafélagið Omega ehf. sem er m.a. stærsti hluthafi í Kerecis, á í fasteignafélagi á Ásbrú í Reykjanesbæ og fiskeldisfélaginu ÍSEF. Andri er stjórnarformaður Kerecis.
Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.