Björgólfur Thor Björgólfsson er ríkasti Íslendingurinn samkvæmt nýrri úttekt Frjálsrar verslunar sem kemur út á fimmtudaginn.

Björgólfur efnaðist upphaflega á að selja Heineken bruggverksmiðjuna Bravo í Pétursborg árið 2002 fyrir um 40 milljarða króna.

Í kjölfarið varð hann áberandi í fjárfestingum hér á landi og víða erlendis en Björgólfur birtist fyrst á auðmannalista Forbes, sem nær yfir þá sem eiga meira en milljarð dollara, árið 2005. Björgólfur datt út af listanum í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 en hefur síðan birst árlega árið 2015.

Fjallað er um 50 ríkustu Íslendingana í tímariti Frjálsrar verslunar sem kemur út á fimmtudaginn. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.