Hjónin Finnur R. Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir eiga fjárfestingarfélagið Snæból sem var með 19,5 milljarða króna í eigið fé í lok árs 2022. Þau eru talin meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt nýrri úttekt Frjálsrar verslunar.
Steinunn er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem kenndur er við Byko og Norvik. Steinunn á nær fjórðungshlut í Norvik, móðurfélagi Byko, en Norvik hefur einnig fjárfest í timburvinnslu víða í Evrópu.
Snæból er næststærsti hluthafi Sjóvár með 9,7% hlut og meðal stærstu hluthafa í lyfjafyrirtækinu Coripharma. Félagið á þar að auki m.a. hluti í Eyri Invest, fasteignaþróunarfélaginu Klasa, virkjanafélaginu Arctic Hydro og Síldarvinnslunni.
Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.