Systkinin Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, og Birna Loftsdóttir eru meirihlutaeigendur Hvals hf, eins stærsta fjárfestingarfélags landsins. Þau eru meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

Kristján hefur alla tíð verið áberandi talsmaður hvalveiða við Íslandsstrendur. Fyrsta hvalveiðivertíðin frá árinu 2018 fór fram síðasta sumar

Hvalur hefur hagnast á hlutabréfafjárfestingum á síðustu árum. Kristján var stjórnarformaður HB Granda fram til ársins 2018. Þá seldi Hvalur og tengd félög 34% hlut sinn í HB Granda til Guðmundar Kristjánssonar árið 2018.

Stærsta eign Hvals í dag er 41,45% hlutur í Hampiðjunni og er Hvalur því stærsti hluthafi félagsins. Hampiðjan, sem skráð er á First North markaðinn, stefnir á skráningu á aðalmarkað í vor. Þá á Hvalur hlut í fleiri skráðum félögum.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.

Fjallað er um ríkustu Íslendingana í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar.