Rósa Guðbjartsdóttir, sem lét af störfum sem bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar um síðustu áramót, var launahæsti bæjarstjóri landsins í fyrra samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.
Rósa, sem var kjörin á þing í lok síðasta árs, var með 3,19 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra.
Einar Þorsteinsson, sem lét af störfum sem borgarstjóri í ár, fylgir næst á eftir með ríflega 3 milljónir króna í laun á mánuði.
Regína Ástvaldsdóttir, bæjrastjóri í Mosfellsbæ, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Almar Guðmundsson, bæajrstjóri Garðabæjar, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, voru öll með mánaðarlaun á bilinu 2,4-2,8 milljónir króna.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.