Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var með mestar tekjur af framkvæmdastjórum í húsi atvinnulífsins árið 2024. Miðað við greitt útsvar námu tekjur hennar tæplega 6,2 milljónum króna á mánuði.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér og fá það sent heim.

Hún tekur þar með toppsætið af Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem var með ríflega 5 milljónir á mánuði í fyrra. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er í þriðja sæti með ríflega 4,5 milljónir á mánuði. Þá var Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, með 3,2 milljónir á mánuði.

Af hagsmunasamtökum í heild var Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, tekjuhæstur með tæplega 9,9 milljónir á mánuði en líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag er stærsti hluti þeirra tekna tilkominn vegna úttektar séreignarsparnaðar.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.