Í nýjasta tímariti Frjálsrar verslunar sem kom út 23. júní er ítarleg umfjöllun um eignarhald fyrirtækjanna sem skráð eru í Kauphöll Íslands.
Stærstu eigendur hvers félags eru tíundaðir auk frekari upplýsinga og því til viðbótar má finna ítarlegar úttektir á stærstu einka- og erlendu fjárfestunum, hlutafjáreign bankanna í Kauphöllinni fyrir hönd annarra, og sögu og stöðu sambands lífeyrissjóðanna við Kauphöllina.
Í samantekt um einkafjárfesta er farið yfir þá 10 stærstu eftir samanlögðu markaðsvirði.
3. Útgerðarfélag Reykjavíkur
Guðmundur Kristjánsson
Markaðsvirði 44% eignarhlutar Útgerðarfélags Reykjavíkur (þar af heldur dótturfélag þess, RE-13 ehf. á ríflega 10% hlut), sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, nemur um 80 milljörðum króna og hefur hækkað um tæpa 20 milljarða króna frá áramótum.
Hlutabréfaverð Brims hækkaði um 44% á síðasta ári og hefur hækkað um fjórðung það sem af er þessu ári.
4. Stoðir
Jón Sigurðsson
Eignasafn fjárfestingafélagsins Stoða, sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni, hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Eignir Stoða á íslenskum hlutabréfamarkaði nema nú um 33 milljörðum króna og er félagið meðal stærstu hluthafa í fjórum skráðum félögum.
Stærsti hlutur Stoða er 15,9% hlutur í Símanum sem er 13,5 milljarða króna virði, næst á eftir er 5,2% hlutur í Arion banka sem er um 12,5 milljarða króna virði en var rúmlega 16 milljarða króna virði um áramótin.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tímariti Frjálsrar verslunar sem kom út 23. júní. Hægt er að gerast áskrifandi hér.