Árni Sigurðsson, forstjóri JBT Marel, var tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.
Samkvæmt útsvarsskyldum tekjum Árna var hann með ríflega 40 milljónir á mánuði árið 2024.
Hægt er að kaupa Tekjublað Frjálsrar verslunar í forsölu hér.
Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi yfirmaður hjá Twitter, var launahæsti Íslendingurinn árin 2022 og 2023 en tekjur hans voru umtalsvert lægri í fyrra, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem verður til sölu í öllum helstu verslunum landsins upp úr hádegi á morgun.
Í blaðinu verður greint frá tekjum 5.450 Íslendinga á árinu 2024, allt frá forstjórum til áhrifavalda á samfélagsmiðlum.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.