Landslagnir voru stærsta pípulagningarfélag landsins á síðasta ári, með tæplega 1,7 milljarða veltu og jókst veltan um 637 milljónir frá fyrra ári.
Félagið tók fram úr Kraftlögnum sem var stærsta félagið í umræddum geira í fyrra með 1,2 milljarða veltu. Velta Kraftlagna nam tæplega 1,2 milljörðum króna í fyrra og dróst saman um 3 milljónir frá árinu 2022. Topplagnir voru næst tekjuhæsta pípulagnafélag landsins með rétt rúmlega 1,2 milljarða veltu á síðasta ári. Félagið jók tekjur sínar um 38% á milli áranna 2022 og 2023.
Umrædd félög eru þau einu sem veltu yfir einum milljarði króna árið 2023. G.G. lagnir komust næst því að rjúfa eins milljarðs múrinn, en félagið velti nærri 900 milljónum króna á síðasta ári.
Nánar er fjallað um pípulagnafyrirtæki í bók Frjálsrar verslunar, 500 stærstu, sem kom nýlega út. Hægt er að festa kaup á bókinni hér.