Nýr göngustígur var opnaður í Mosfellsbæ gær. Hröfnunum barst fréttatilkynning um þennan mikla viðburð frá Vegagerðinni.

Göngustígurinn er heilir 1.700 metrar og lagning hans slíkt þrekvirki og merkisatburður í samgöngumálum á Íslandi að tveir starfsmenn Vegagerðarinnar gáfu sig fram til þess að veita fjölmiðlum upplýsingar um stórmál. En það er ekki nóg með það. Kallaður voru til tveir íbúar í Mosfellsbæ til þess að klippa á borða við vígslu gönguslóðans auk þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. og Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæ, ávörpuðu þann mikla mannfjölda sem safnaðist saman við vígsluna til að berja augum hið undursamlega mannvirki sem nýi göngustígurinn er.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 25. ágúst 2022.