Óðinn fjallaði á miðvikudaginn í Viðskiptablaðinu um innflytjendur í Danmörku. Umfjöllunin byggir einungis á gögnum frá dönsku hagstofunni og fjármálaráðuneytinu.

Viðbrögðin við umfjölluninni hafa verið óvenjumikil. Langflestir hafa verið ákaflega ánægðir með að Óðinn skuli hafa miðlað þessum upplýsingum frá frændum okkar Dönum. Sem Óðinn mun þó seint fyrirgefa að hafa selt okkur maðkað mjöl á árum áður.

Svo er aðrir sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum telja að ekki megi fjalla um tölurnar.

Svo eru enn aðrir sem eru ákaflega óánægðir með þessar tölur. Þeim vill Óðinn benda á að hafa samband við dönsku hagstofuna eða fjármálaráðuneytið. Símarnir eru +4539173917 og +4533923333.

Á grafinu hér að neðan sést hvernig meðaltalsframlag þeirra fjögurra hópa íbúa, samkvæmt skilgreiningu danskra yfirvalda, skiptist niður á hvert æviár. Munurinn er mikill. Aðeins einn hópur þiggur sérhvert æviár, að meðtali, umfram það sem hann greiðir til hins opinbera.

Þeir innflytjendur og afkomendur sem koma frá 166 löndunum utan Vesturlanda kostuðu danska skattgreiðendur um 73 milljarða íslenskra króna (4 milljarða d.kr.) árið 2019. Þeir voru þá 230 þúsund.

Þeir sem koma frá múslimalöndunum (MENAPT) kostuðu danska skattgreiðendur 436 milljarða króna (24 milljarða d.kr.) árið 2019. Þeir voru 279 þúsund í lok árs 2019.

Þegar leiðrétt hefur fyrir fjölda þessara tveggja hópa er kostnaður skattgreiðenda í Danmörku fjórfaldur eða 392% hærri af innflytjendum og afkomendum MENAPT landanna en fólki frá öðrum löndum utan Vesturlandanna.

Umfjöllun Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.