Á tyllidögum státum við Íslendingar okkur af því að standa öðrum þjóðum framar þegar kemur að loftslagsmálum, svo sem hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku og nýsköpun á sviði umhverfisvænna lausna. Við erum svo sannfærð um yfirburði okkar og getu í þessum efnum að við setjum okkur jafnvel enn háleitari markmið en alþjóðlegar skuldbindingar okkar kveða á um, sem þó eru metnaðarfullar. Sem dæmi er hlutdeild okkar í heildarmarkmiði Evrópusambandsins innan ESR kerfisins (losun á beinni ábyrgð Íslands) 29%, en núverandi ríkisstjórn ákvað að ganga enn lengra og setja sjálfstætt landsmarkmið í stjórnarsáttmála sem kveður á um 55% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands. Sjö ár eru eitt augnablik í þessu samhengi, uppgjörsdagur er handan við hornið og engin vettlingatök munu duga.
Í ljósi þess að við kjósum að setja markið svo hátt þegar kemur að samdrætti í losun vöktu fréttir um að Slóvakía hafi verið viðtakandi 350 milljón króna greiðslu úr ríkissjóði, vegna vanefnda okkar í tengslum við Kyoto samkomulagið, athygli. Þó Kyoto tímabilið sé á enda runnið blasir við okkur nýtt tímabil Parísarsamkomulagsins þar sem við höfum sett markið jafnvel enn hærra. Til hvaða aðgerða hafa yfirvöld gripið til að forða sambærilegu eða jafnvel enn meira fjártjóni og skömm að sjö árum liðnum?
Vandinn er sá að heildarlosun Íslands hefur raunar aukist undanfarin ár, þvert á sett markmið, og markviss loftslagshagstjórn er hvergi sjáanleg. Árangur í átt að settu markmiði mun ekki nást með því að sitja með hendur í skauti á milli þess sem tilskipanir að utan eru innleiddar möglunarlaust, sem gera lítið annað en að leggja auknar álögur á íslensk fyrirtæki (og þar með íslenska neytendur) sem enda svo í sjóðum annarra ríkja sem rata munu í óskilgreind verkefni. Eftir standa þá minni fjármunir hjá þessum sömu fyrirtækjum til að ráðstafa til fjárfestinga sem gætu aukið skilvirkni í orkunýtingu, svo dæmi sé tekið. Hvaðan eiga annars þessar lausnir að koma sem ætlað er að draga úr losun með svo stórfelldum hætti?
Á tyllidögum státum við Íslendingar okkur af því að standa öðrum þjóðum framar þegar kemur að loftslagsmálum, svo sem hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku og nýsköpun á sviði umhverfisvænna lausna. Við erum svo sannfærð um yfirburði okkar og getu í þessum efnum að við setjum okkur jafnvel enn háleitari markmið en alþjóðlegar skuldbindingar okkar kveða á um, sem þó eru metnaðarfullar. Sem dæmi er hlutdeild okkar í heildarmarkmiði Evrópusambandsins innan ESR kerfisins (losun á beinni ábyrgð Íslands) 29%, en núverandi ríkisstjórn ákvað að ganga enn lengra og setja sjálfstætt landsmarkmið í stjórnarsáttmála sem kveður á um 55% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands. Sjö ár eru eitt augnablik í þessu samhengi, uppgjörsdagur er handan við hornið og engin vettlingatök munu duga.
Í ljósi þess að við kjósum að setja markið svo hátt þegar kemur að samdrætti í losun vöktu fréttir um að Slóvakía hafi verið viðtakandi 350 milljón króna greiðslu úr ríkissjóði, vegna vanefnda okkar í tengslum við Kyoto samkomulagið, athygli. Þó Kyoto tímabilið sé á enda runnið blasir við okkur nýtt tímabil Parísarsamkomulagsins þar sem við höfum sett markið jafnvel enn hærra. Til hvaða aðgerða hafa yfirvöld gripið til að forða sambærilegu eða jafnvel enn meira fjártjóni og skömm að sjö árum liðnum?
Vandinn er sá að heildarlosun Íslands hefur raunar aukist undanfarin ár, þvert á sett markmið, og markviss loftslagshagstjórn er hvergi sjáanleg. Árangur í átt að settu markmiði mun ekki nást með því að sitja með hendur í skauti á milli þess sem tilskipanir að utan eru innleiddar möglunarlaust, sem gera lítið annað en að leggja auknar álögur á íslensk fyrirtæki (og þar með íslenska neytendur) sem enda svo í sjóðum annarra ríkja sem rata munu í óskilgreind verkefni. Eftir standa þá minni fjármunir hjá þessum sömu fyrirtækjum til að ráðstafa til fjárfestinga sem gætu aukið skilvirkni í orkunýtingu, svo dæmi sé tekið. Hvaðan eiga annars þessar lausnir að koma sem ætlað er að draga úr losun með svo stórfelldum hætti?
Íslensk fyrirtæki ætla ekki að skorast undan ábyrgð þegar kemur að uppgötvun og innleiðingu umhverfisvænna lausna. Þau eru nú þegar að leggja sitt af mörkum með fjárfestingu í sparneytnari tækjabúnaði og gróskumikilli nýsköpun á sviði kolefnisbindingar svo fátt eitt sé nefnt. En við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að mikið verk er enn óunnið. Því hafa helstu áskoranir hverrar atvinnugreinar verið kortlagðar með Loftslagsvegvísum atvinnulífsins sem unnir voru í góðu samstarfi Samtaka atvinnulífsins, aðildarsamtaka þeirra og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Framlag stjórnvalda getur ekki eingöngu verið það að setja íslenskum fyrirtækjum háleit markmið og samþykkja gagnrýnislaust allar kvaðir að utan, sama hversu kostnaðarsamar eða gagnslausar þær kunna að vera. Þau þurfa að tryggja gæði nauðsynlegra innviða, að íslenskt regluverk styðji við vegferðina og að raunverulegir hvatar til grænna fjárfestinga séu til staðar. Ekki er síður mikilvægt að styðja íslensk fyrirtæki með markvissum hætti þegar kemur að nýsköpun og tækniþróun eins og verið hefur, sem og í orkuskiptum. Nauðsynleg forsenda þeirra er nægt framboð endurnýjanlegrar orku.
Íslensk fyrirtæki eru meira en tilbúin í vegferðina. Íslenskt atvinnulíf bindur miklar vonir við að stjórnvöld grípi til raunverulegra aðgerða, líkt og dregnar eru fram í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins, til að koma í veg fyrir að greiddar verði 800 milljónir úr ríkissjóði til Belgíu eða einhvers annars ríkis árið 2030.
Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.