Pistlahöfundar Viðskiptablaðsins komu víða við á árinu en hér eru mest lesnu pistlar ársins í sætum 6 til 10.
6. Hval-ræði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði ljóst að deilan um hvalveiðar snérist ekki lengur um hvað væri forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu, heldur hvað persónulegar skoðanir fólks á hvalveiðum.
7. Nýr úrskurður umbreytir túlkun Skattsins
Þorvarður A. Ágústsson lögmaður hjá Deloitte Legal, skrifaði um tímamóta úrskurð þar sem viðtekin túlkun og framkvæmd Skattsins á skattlagningu við slit félaga var hrakin.
8. Allir vita allt og enginn er að gera sitt besta
Katrín Atladóttir benti á að auðvelt sé að tuða á internetinu eða setja ramma á prófílmynd á Facebook, en meira mál að sinna einhverjum góðgerðamálum eða sjálfboðastarfi í nærumhverfi sínu.
9. Reiðir pennar
Hagfræðingur og lögfræðingur Viðskiptaráðs svöruðu gagnrýni Hauks Viðars Alferðssonar, doktorsnema í skattahagfræði, á grein ráðsins um virkt skatthlutfall fjármagnstekjuskatts.
10. Hver var þessi týpa?
Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, velti fyrir sér hversu vel aðgerðir stjórnvalda í sóttvarnarmálum muni líta út þegar horft verður í baksýnisspegilinn síðar meir.